Forsíða 2

SÆLGÆTI ÚR SVEITINNI

UM OKKUR

Brunnhóll er fjölskylduvænt og umhverfisvænt gistiheimili á Suðausturlandi þar sem áhersla er lögð á persónulega þjónustu. Boðið er upp á gistingu fyrir tæplega 50 gesti og eru flest herbergi með baði. Boðið er upp á heimilislegar veitingar í björtum veitingasal en einnig eldunaraðstöðu fyrir gesti. Léttir réttir í boði allan daginn, m.a. Búkolla, gúllassúpa húsfreyjunnar.

Nú þurfa gestir ekki lengur að fara í fjósið til að upplifa sveitastemninguna. Bein sjónvarpssending er ú fjósinu í sjónvörpum á herbergjum og í veitingasal og ef heppnin er með er hægt að fylgjast þegar kálfur fæðist. Aðeins þeir allra hörðustu fara í fjósið, til að upplifa hina einu sönnu fjósalykt. ,,I love it“ Við veitum gestum okkar fúslega upplýsingar um afþreyingu og áhugaverða staði að heimsækja í Ríki Vatnajökuls, stærsta jökuls í Evrópu. Bæklingar og aðrar upplýsingar eru í móttöku gistiheimilisins og á herbergjum. Brunnhóll er aðila að Ferðaþjónustu bænda, Ríki Vatnajökuls og Samtökum ferðaþjónustunnar.

Joklais

VÖRUR

Jarðaberja Sorbet
Myntuís
Pistasíuís
Draumaís

FERLIÐ

  • Heimalagaður ís

  • Byggt á gæðum en ekki magni

  • Stuttur framleiðsluferil

Framleiðsluferillinn er stuttur og hefst samhliða mjöltum að morgni þegar rjóminn er skilinn frá mjólkinni. Við framleiðslu á Jöklaís er blandað saman rjóma, mjólk, eggjarauðum, sykri og bragðefnum í mismunandi hlutföllum. Blandan er sett í vél sem gerilsneyðir alla blönduna og frystir hana í framhaldinu. Jöklaís er því hægt að bera fram innan við sólarhring frá því mjólkin kom úr kúnum. Engin litar- eða rotvarnarefni (svokölluð E-efni) eru notuð við framleiðsluna en vegna þess hve framleiðsluferillinn er stuttur ísblandan er hrein við frystingu,  þá er geymsluþol Jöklaís eitt ár í frysti.

Hver íslögun er aðeins um 10 lítrar sem auðveldar aðlögun framleiðslunnar að þörfum neytenda enda er salan byggð á gæðum en ekki magni. Þess fyrir utan býður Jöklaís upp á Sorbet, sem er mjólkur og eggjalaus ís en hefur sömu góðu áferð og venjulegur rjómaís. Þessi ís getur hentað þeim sem hafa óþol eða ofnæmi við þessu tvennu. Einnig er hægt að bjóða upp á Jöklaís sem inniheldur ávaxtasykur, í stað hefðbundins sykurs, sem getur hentað sumum þeirra sem glíma við sykursýki.